Sensa ehf.

Frí aðstoð með Teams

Office 365 hefur notið mikilla vinsælda á seinustu árum og eru margir komnir með aðgang að Microsoft Teams sem fylgir öllum þeirra áskriftum. 

Teams hefur verið í notkun í rúm tvö ár en núna vegna ástandsins hefur notendum fjölgað umtalsvert og í kjölfarið höfum við fundð vöntun fyrir bæði fræðslu og aðstoð. Einnig hefur þeim fjölgað mjög sem sækja námskeiðin. 

Teams er í raun öflugt samskiptatól; þar er hægt að stýra verkefnum, vinna saman í skjölum og halda fjarfundi með stórum hópum svo eitthvað sé nefnt. 

Sensa hefur ákveðið að veita fría aðstoð við notkun Teams meðan samkomubann vegna Covid-19 stendur yfir. Aðstoðin verður á því formi að hægt er að leita til okkar með spurningar með því að senda tölvupóst á hjalp@sensa.is og fá góð ráð varðandi notkun á Microsoft Teams. Ekki er um að ræða flóknari aðgerðir, yfirtökur né námskeið. 

Í boði eru tvenns konar námskeið í Teams.

Almennt Teams námskeið

Fyrir alla sem vilja nota Teams samvinnulausnina.

Teams námskeið fyrir teymisleiðtoga

Fyrir hópstjóra sem langar að ná betri tökum á notkun Teams fyrir funda- og verkefnastjórnun. 

Linda Dögg Guðmundsdóttir er sérfræðingur í skýjalausnum hjá Sensa. 

Exit mobile version