Site icon Sensa ehf.

Vegna jarðhræringa á Reykjanesi

Verne Reykjanesbæ

Verne Reykjanesbæ

Í ljósi jarðhræringa á Reykjanesskaga hefur Sensa, frá því að þeirra varð vart, farið yfir neyðar- og viðbragðsáætlanir og vill koma eftirfarandi á framfæri:

Verne gagnaver, sem hýsir vélasal Sensa, er tvítengt með rafmagni frá sitthvorri leiðinni auk varaaflsgjafa sem taka við ef rafmagn þrýtur.

Tvær ljósleiðaratengingar eru frá Sensa við gagnaverið og liggja nokkuð fjarri hvor annarri. Önnur samhliða Reykjanesbraut og hin samhliða Suðurstrandavegi og eru frá sitthvorri gagnaveitunni. Ljósleiðarar eru vel varðir gagnvart jarðskjálftum, líklegra er talið að hraunstreymi gæti valdið ljósleiðararofi. Prófanir á yfirfærslu gagnasambanda voru gerðar fyrir um mánuði síðan sem gengu vel. 


Skerpt hefur verið á viðbragðsáætlunum varðandi flutning gagna og vélarafls frá Verne gagnaveri ef svo ber undir.
 

 

Sensa fylgist vel með gangi mála. Fréttir af mögulegu eldgosi benda til þess að ekki verði um hamfaragos að ræða og nokkuð rými skapist til að vega og meta aðstæður hverju sinni. 

Exit mobile version