Site icon Sensa ehf.

Nýtt merki Sensa

Sensa hefur tekið upp nýtt merki sem tengir það við alþjóðlega upplýsingatæknifyrirtækið Crayon sem keypti Sensa fyrr á árinu.

Merkið sjálft er það sama og móðurfyrirtækið notar en það er byggt á óendanleika merkinu (e. infinity symbol). Það táknar líka tengingu eða samskipti og minnir á ský.

Sem hluti af Crayon samsteypunni getur Sensa boðið viðskiptavinum fleiri, hagkvæmari og margþættari stafrænar lausnir. Tækifærin innan Crayon eru fjölbreytt enda starfar fyrirtækið í 35 löndum og er með yfir 50 skrifstofur. 

Þrátt fyrir nýtt útlit þá mun Sensa áfram starfa á þeim grunni sem það hefur gert í nær 20 ár þar sem hagsmunir viðskiptavina eru í forgrunni. Framundan eru því spennandi tímar hjá Sensa og viðskiptavinum fyrirtækisins í stafrænni vegferð inn í framtíðina.

Exit mobile version