Árið er 2017. Gagnagíslatökur eru ekki enn á hvers manns vitorði. Fyrsta tilfelli árásar á viðskiptavin er tilkynnt í þjónustukerfi Rubrik. Menn klóra sér í hausnum í augnablik, en segja svo, hvert er vandamálið? Rubrik er vel varið utanaðkomandi aðilum og er öruggt umhverfi. Afritin eru öll til staðar, af hverju ekki bara að endurheimta gögnin og halda áfram eins og ekkert hafi í skorist?
En fljótlega renna á menn tvær grímur. Þetta er ekki alveg svona einfalt. Hvar leynist óværan? Hvað er hún búin að vera lengi til staðar? Hvernig vitum við að ekki er verið að endurheimta umhverfi þar sem óvinurinn hefur tekið sér bólfestu?
Rubrik er afritunarlausn sem byggir á verkferlum og lausnum sem passa vel inn í rekstarumhverfi dagsins í dag. Lausnin er þróuð frá grunni til að leysa afritun og endurheimt með öryggi að leiðarljósi.
Sérfræðingar Rubrik áttuðu sig á því að ógnirnar sem steðja að gögnum fyrirtækja hafa tekið stakkaskiptum og við erum að etja kappi við harðsvíraða og beinskeytta aðila sem svífast einskins til að ná sínu fram. Í framhaldi var stefnunni breytt, markmiðið varð að sjá til þess að hægt væri að greina óværuna áður en hún lætur til skarar skríða og að tryggja að notendur endurheimti umhverfi sem er öruggt.
Með tíð og tíma er orðið ljóst að jafnvel þótt lausnargjaldið væri greitt, var það ekki trygging fyrir því að gögnin fengjust til baka, hvað þá að viðkvæm gögn væru ekki komin í hendur á óprúttnum aðilum.
Til að mæta þessum kröfum býður Rubrik upp á greiningu (Ransomware Detection). Greiningin grípur og flaggar ef óeðlileg breyting verður á afritum. Ef leitin (Threat Hunting) sem fer í gegnum afritin, finnur þekktar óværur þá tryggir hún þar með að notendur endurheimta öruggt umhverfi komi til þess að óviðkomandi komist inn.
Að auki getur lausnin látið vita ef í umhverfinu eru viðkvæm gögn (Sensitive Data Discovery) eins og til dæmis kennitölur, kortanúmer og netföng. Slík greining getur verið ómetanleg til að ákvarða hvort gögn sem hafa verið tekin traustataki séu þess eðlis að aðgerða sé þörf.
Veistu hversu vel er passað upp afritin af þínum gögnum?
Sigurður H. Ólafsson er sérfræðingur í afritunarlausnum hjá Sensa.