Site icon Sensa ehf.

Fyrirhugaðar verðbreytingar á Microsoft áskriftum 

Á dögunum tilkynnti Microsoft fyrirhugaðar verðbreytingar á áskrifaleiðum á Microsoft 365. Boðuð er 5% hækkun á öllum Microsoft 365 áskriftum sem eru með 12 mánaða skuldbindingu en greiddar mánaðarlega. Athugið að breytingin á ekki við um 12 mánaðaáskriftir sem greiddar eru árlega.

Teams Phone hækkar um 25% sem stök vara.
Power BI Pro hækkar um 40% sem stök vara.
Power BI Premium hækkar um 20% sem stök vara.

Verðbreytingin tekur gildi frá og með 1. apríl 2025.

Hafir þú spurningar í ljósi verðbreytinganna, vinsamlegast hafið samband við þinn viðskiptastjóra ef einhverjar spurningar vakna og/eða til að kanna hvort önnur leyfi séu betur tilfallin.

Exit mobile version