Site icon Sensa ehf.

Sensa og HUX sameinast

sensa og HUX

sensa og HUX

Sensa hefur gengið frá kaupum á HUX ráðgjöf og bætast allir starfsmenn félagsins við hóp 120 starfsmanna Sensa.
 

Undanfarin ár hefur Sensa meðal annars byggt markvisst upp þekkingu á hagnýtingu Microsoft lausna. Leyfisráðgjöf hefur skipað stóran sess, ásamt því hvernig best sé að flokka og skipuleggja upplýsingar og gögn í skýinu, tryggja öryggi og flæði til að auka virði. 

Fjölmörg fyrirtæki reiða sig á Microsoft lausnir í starfsemi sinni og varðveita þar mikil verðmæti í formi ýmissa gagna og upplýsinga um reksturinn. Á undanförnum mánuðum og misserum hefur Microsoft gert umtalsverðar breytingar á leyfismálum og skýjalausnum sínum. Mikið er í húfi fyrir fyrirtæki að innleiða lausnir sem fyrir hendi eru, en jafnframt tryggja einfalt og þægilegt rekstrarumhverfi.  Á það við um allt frá ráðgjöf og kaupum á leyfum, yfir í skipulag og vistun gagna. 

Sérfræðingar HUX hafa áralanga reynslu af skjalastjórnun og smíði virðisaukandi þjónustu með Microsoft.

Sensa styrkir stöðu sína enn frekar með sameiningu við HUX sem leiðandi fyrirtæki þegar kemur að því að skapa umhverfi þar sem lausnir Microsoft nýtast sem best. 

Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt frekari upplýsingar og/eða fá kynningu á því aukna virði sem Microsoft lausnir í dag bjóða upp á.

Exit mobile version