Site icon Sensa ehf.

Samstarf Cisco og Microsoft

Microsoft og Cisco tilkynntu í vikunni um aukið samstarf í kringum fjarfundalausnir. Samstarfið mun leiða til þess að  fjarfundarbúnaður frá Cisco verði vottaður (certified) fyrir Microsoft Teams á næsta ári. Þetta verður spennandi kostur fyrir þau fyrirtæki sem vilja hámarka upplifun notenda í blönduðu (hybrid) umhverfi með því að sameina fyrsta flokks vélbúnað frá Cisco og hugbúnað frá Microsoft.

 

„Interoperability has always been at the forefront of our hybrid work strategy, understanding that customers want collaboration to happen on their terms — regardless of device or meeting platform,” sagði Jeetu Patel, EVP og GM, Security & Collaboration hjá Cisco.

 

By welcoming Cisco as our newest partner building devices Certified for Microsoft Teams, we are excited to bring leading collaboration hardware and software to market together for our joint customers,” sagði Jeff Teper, president, collaborative apps og platforms hjá Microsoft.

 

Með þessari viðbót eru Cisco og Microsoft að svara eftirspurn markaðarins varðandi samnýtingu lausna. Notendur mega vænta þess að byrja að sjá áhrif samstarfsins í byrjun árs 2023.

 

Fréttatilkynningu má lesa hér.

Exit mobile version