fbpx
Leit
UTmessan 2019
17143
page-template,page-template-full_width,page-template-full_width-php,page,page-id-17143,bridge-core-1.0.6,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-title-hidden,qode_grid_1300,side_menu_slide_with_content,width_270,qode_popup_menu_push_text_right,footer_responsive_adv,qode-theme-ver-18.2,qode-theme-bridge,wpb-js-composer js-comp-ver-6.0.5,vc_responsive

Öryggi á öllum vígstöðvum!

Í ár leggur Sensa áherslu á öryggið á UTmessunni. Við viljum að gögnin okkar séu örugg hvar sem við erum, þ.e. í vinnunni, heima eða á ferðinni. Einnig, að gögnin okkar séu örugg hvort sem þau eru í skýinu eða í gagnaveri.

 

Hvaða lausnir þurfum við að tryggja að séu til staðar til að vera örugg á öllum vígstöðvum?

Hver er þín öryggiseinkunn?

Til að fá tilfinningu fyrir vörnum í okkar umhverfi þá geta viðskiptavinir svarað nokkrum spurningum til að skoða sína öryggiseinkunn.

Ráðstefnan – föstudaginn 8. febrúar

Eins og áður er dagskrá UTmessunnar full af áhugaverðum fyrirlestrum.

Hér eru t.d. tveir virkilega áhugaverðir sem þú ættir ekki að missa af.

Silfurberg A kl. 10:05: „Why it´s important to be successful in the cloud “, Paul Ahlgren, AWS Devops

Eldborg kl. 13:40: „Enterprise transformation, the road to digitization“, David Ward, Cisco HQ

Æfðu sveifluna á 2. hæðinni – Palo Alto golfhermirinn!

Prófaðu nýja golfhermirinn okkar og athugaðu hvort þú náir ekki nokkrum góðum sveiflum. Alltaf gott að fá smá upphitun fyrir komandi golfsumar. 

UTmessu vikan – spennandi fyrirlestur fyrir ungt fólk!

Saga og grunnur netkerfa

Viltu kynnast áhugaverðum starfsvettvangi? Langar þig að fræðast um tólin og tækin sem gera okkur kleift að tala saman á netinu? 

 

Í tilefni af UTmessu vikunni býður Sensa ungu fólki (18 – 25) á kynningu um uppbyggingu netkerfa.  

Áhugaverður fyrirlestur sem stiklar á stóru í sögu tölvuneta allt frá gamla sveitasímanum til nútíma kerfa.  

Fyrirlesturinn gefur skemmtilega yfirsýn yfir virkilega áhugaverðan og fjölbreyttan starfsvettvang sem Sensa sérhæfir sig í.  

 

Hvar:
Sensa, Ármúla 31, 108 Reykjavík 

Hvenær:

  • Þriðjudaginn 5. febrúar frá kl. 16 – 18
  • Miðvikudagur 6. febrúar frá kl. 16 – 18 

Skráning HÉR 

Fyrirlesturinn er ókeypis og sætaframboð er takmarkað.

Fyrirlesari

Ómar Henningsson

Ómar er menntaður rafeinda tæknifræðingur og hefur starfað við hönnun og uppsetningu netkerfa í meira en 25 ár ásamt því að bjóða upp á námskeið fyrir viðskiptavini. Hann er einn reynslumesti net sérfræðingur landsins og hefur verið með CCIE gráðu Cisco síðan 1996. Ómar sat í ráðgjafaráði Cisco (CCIE Advisory Council) frá 2014 – 2018 þar sem hann tók þátt í að móta menntunarstefnu Cisco m.a hvernig endurmenntun er háttað.

Sensa ehf.

Ármúli 31

108 Reykjavík

  425 1500

Tækniborð

  425 1700

  Opið alla virka daga frá 9:00 – 17:00