Nýr samstarfsaðili: Amazon Web Services

Sensa náði nýverið þeim merka áfanga að verða fyrsta vottaða Consulting Partner fyrirtækið hjá Amazon Web Services (AWS) hér á landi. Þessi áfangi er lykilþáttur í þeirri vegferð Sensa að vera leiðandi á markaði í blönduðum skýjalausnum (hybrid cloud solutions) og er þjónusta AWS öflug viðbót við núverandi vöruframboð Sensa.

Góð reynsla er komin á þjónustu AWS í skýinu og hefur Sensa m.a. nýlega aðstoðað stór fyrirtæki hérlendis við að nýta sér PCI DSS vottaðar þjónustur hjá AWS með góðum árangri.

AWS er hins vegar ekki lausnin við öllu frekar en aðrar lausnir og misjafnt hvað hentar hverju fyrirtæki. Að mati Sensa er blönduð leið (hybrid) gjarnan vænlegust til árangurs óháð því hvar lausnin er hýst. Hún getur verið hjá Amazon, Microsoft, Sensa, innanhús hjá viðskiptavininum sjálfum eða dreifð þar á milli. Það fer einfaldlega eftir því hvar hagkvæmast og vænlegast er að vista hana.

Sensa er einnig eini Gullvottaði samstarfsaðili Cisco á Íslandi og Gullvottaður samstarfsaðili Microsoft með áherslu á skýjalausnir Microsoft og nú fyrsti vottaði Consulting Partner Amazon Web Services hér á landi. Sensa hefur lagt áherslu á blandaðar leiðir (hybrid) þannig að valdar séu lausnir sem henta best umhverfi fyrirtækisins og með þeim hætti að umhverfin vinni saman sem heild. Trú Sensa á blandaða vegferð og að þannig megi skapa rétta umhverfið fyrir fyrirtæki er ein helsta ástæða þess að ákveðið var að fara í samstarf með AWS sem er einn stærsti og elsti skýjaþjónustuaðili í heimi. Að mati Sensa er þessi nálgun ásamt góðri þarfagreiningu lykillinn að því að leysa sem best þarfir viðskiptavina.

Undirstaðan að vel heppnaðri útvistun/nýtingu skýjaþjónusta er vel útfært netlag en því fylgja gjarnan ýmsar áskoranir og misjafnt hvað hentar í hverju tilfelli. Sensa hefur sinnt þjónustu og ráðgjöf við uppbyggingu netumhverfa í yfir áratug og býr yfir miklli þekkingu. Mikil áhersla er lögð á að burðarlagið og öryggið sé í lagi þannig að upplifunin af skýjaþjónustunni sé eins og best verður á kosið. Sensa býr yfir mikilli reynslu í að framlengja net yfir í AWS, Azure og víðar, bæði með VPN eða t.d. með því að nýta skýjatengingar Símans (Express Route og Direct Connect).

Starfsfólk Sensa er verulega spennt fyrir þessari viðbót sem og almennt fyrir þeirri framþróun sem er að eiga sér stað í skýjalausnum og sér mikil tækifæri til að aðstoða viðskiptavini við að hagræða og ná meiri árangri í sínum rekstri.

Þú ert hér: