Petya ransomware vírus

Tilkynningar bárust 27. júní um nýjan "ransomware" vírus sem ber heitið Petya. Smitist vél af vírus getur hann auðveldlega dreift sér á aðrar tölvur á staðarneti fyrirtækis. Smit skapast einkum af því að opna viðhengi eða tengla og því er það mikilvægt, nú sem áður, að starfsmenn séu á varðbergi varðandi það hvað sé opnað. Hann virkar með þeim hætti að skrár eru dulkóðaðar og farið fram á gjald til að aflæsa skránum, þó ekkert sé tryggt í þeim efnum. Sem fyrr þá skiptir mestu máli að hafa kerfi í nýjustu útgáfum og að þær séu með nýjustu öryggisuppfærslum. Hafa vírusvarnir í lagi og tryggja að gögn séu afrituð.

Ef upp vakna frekari spurningar með varnir eða leiðir til að auka öryggi enn frekar þá ekki hika við að hafa samband við okkur og við leysum úr þínum málum. Einnig býður Sensa upp á öryggishugvekju fyrir fyrirtæki sem er ekki tæknilegs eðlis heldur er áherslan á dagleg störf, hvernig þau snerta ýmis atriði sem varða upplýsingaöryggi, hvað fyrirtæki eru að gera til að varna því að verða fyrir frávikum og hvað starfsmenn þurfa að hafa í huga þegar kemur að því að verja gögn og eignir fyrirtækisins.

Nánar um öryggishugvekju

Þú ert hér: