Öryggismálin í forgang

Þessa dagana er mikil athygli á tölvuárás sem er að hafa áhrif um allan heim. Um er að ræða það sem kallað er „ransomware“ sem virkar með þeim hætti að vírus tekur gögn viðkomandi í gíslingu og krafist er lausnargjalds til að fá gögnin endurheimt.

Árásin er gerð í gegnum falsaða tölvupósta þar sem reynt er að fá notendur til að opna PDF skrá eða smella á hlekk. Vírusinn notar galla í Windows stýrkerfinu til að framkvæma aðgerðina en leitar einnig eftir að smita aðrar vélar í leiðinni sem hann mögulega sér í kringum sig.

Það er full ástæða til að bregðast við þessu og vera á varðbergi. Ef grunur er um smit er öruggasta leiðin að slökkva strax á vélinni og taka úr netsambandi. Besta leiðin til að bregðast við þessari árás og öðrum mögulegum ókomnum tölvuárásum er að hafa öryggið í forgangi.

Eftirfarandi eru dæmi um leiðir:

1. Tryggja að stýrikerfi og hugbúnaður séu í nýjustu útgáfu og með nýjustu uppfærslurnar. Ekki draga það að uppfæra og helst vera með sjálfvirkar uppfærslur þar sem því er hægt að koma við.

2. Vera með viðurkenndar vírusvarnir á útstöðvum.

3. Að uppsetning, viðhald og varnir neta séu með þeim hætti að rekstraröryggi sé í lagi.

4. Vera með skýra stefnu um verklag og lausnir varðandi afritunartöku og endurheimtur. Eitt er að afrita en annað hversu langan tíma tekur að fá gögnin aftur í virkni ef svo ber undir.

Sensa býður upp á ráðgjöf og þjónustu á sviði net- og öryggismála og býr yfir margra ára reynslu á þeim sviðum. Að auki býður Sensa upp á öryggishugvekju fyrir starfsfólk fyrirtækja þar sem rætt er um öryggismál út frá daglegum störfum með áherslu á hegðun og meðvitund. Sjá nánar hér. 

 

Þú ert hér: