Þjónusta

Þjónusta

Gæði og áreiðanleiki

Sensa er þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni. Sérstaða okkar liggur í mikilli þekkingu og reynslu. Lögð er áhersla á gæði sem og áreiðanleika þjónustu og lausna. Sensa hefur frá upphafi lagt áherslu á ráðgjöf við sína viðskiptavini. Ráðgjöfin felst í því að ná að skilja þarfir viðskiptavinarins og koma með tillögur að lausnum sem að henta honum innan þess fjárhagsramma sem fyrir liggur. 

Sensa hefur komið að mörgum verkefnum þar sem sérfræðikunnáttan er nýtt sem hluti af stærra verkefni. Þannig eru verkefni rýnd frá því sjónarhorni sem við höfum á upplýsingatækni og bornar fram tillögur til úrbóta skv. því. 

Neyðaráætlanir og áhættumat eru nauðsynleg fyrir öll fyrirtæki sem byggja rekstur sinn m.a. á traustu upplýsingakerfi. Sensa býður aðstoð við gerð neyðaráætlana og áhættumats byggt á áratuga reynslu við uppsetningu og rekstur stórra kerfa. 

 • Öryggismál
 • Kerfisrekstur
 • Kerfisveita
 • Neteftirlit og stjórnun
 • Afritun
 • Skýjalausnir
 • Hýsing

Rekstrarþjónusta

Sensa býður upp á margskonar rekstrarþjónustu. Við leggjum áherslu á að fara yfir reksturinn í samvinnu við viðskiptavini okkar og finna þá lausn sem hentar þeim best. Við reynum ávallt að finna leiðir til að hámarka uppitíma kerfa á sem hagkvæmastan hátt í hvert skipti.

Kerfisveita Sensa er góð lausn fyrir fyrirtæki sem vilja geta unnið í miðlægu kerfi með litlum tilkostnaði. Hún veitir aðgang að sameiginlegum kerfum og innviðum sem eru í rekstri allan sólarhringinn, allan ársins hring, og um leið sparast öll upphafsfjárfesting í miðlægum búnaði.

Sensa býður upp á alrekstur þar sem tölvurekstur fyrirtækisins er alfarið tekinn yfir, en er einnig með sértækari lausnir fyrir þá sem vilja áfram sjá um ákveðna þætti sjálfir. Þjónustan er í öllum tilfellum sniðin að þörfum viðskiptavina, með öryggi og hagkvæmni að leiðarljósi.  

Netlausnir

Reynsla og þekking spannar allt svið netlausna en innan þess má finna:

 • Víðnet og staðarnet
 • Öryggismál
 • IP símalausnir, símaþjónustusetur - upptaka símtala - og fleira
 • Eftirlit- og stjórnun netkerfa, þ.m.t. vöktunarkerfi - umferðarmælingar
 • Sýndarvæðing gagnamiðju

Sala búnaðar

Sem hluta af okkar þjónustu bjóðum við vandaðar vörur á okkar sviði frá þekktum framleiðendum. Við leggjum mikla rækt við söluráðgjöf og bjóðum viðskiptavinum okkar lausnir er byggja á reynslu og þekkingu. 

 

IP símkerfi

Cisco er stærsti framleiðandi í heiminum á netbúnaði og netlausnum. Sensa býður meðal annars IP símkerfi frá Cisco fyrir lítil og stór fyrirtæki.

 

Aðstoð og ráðgjöf

Sendu ráðgjöfum okkar fyrirspurn eða sláðu á þráðinn!

 

Hvað þýðir Sensa?

Sensa er latína og þýðir hvort tveggja hugsun og að fræðast.

Í nafninu liggja gildi félagsins því það er í eðli þeirra verkefna sem félagið tekur að sér að það þarf hugsun og þekkingu til að framkvæma þau þannig að vel megi vera.

 

Þú ert hér: