Skip to content

Sérfræðiþjónusta Sensa

Sensa Þjónustuviðmið

Sérfræðiþjónusta

Sensa býður viðskiptavinum sínum aðgang að sérfræðiþjónustu.
Viðskiptavinir Sensa geta þurft á sérfræðiþjónustu að halda í tengslum við sérstök verkefni, bilanir eða ráðgjöf.
Slík sérfræðiþjónusta fellur aldrei undir rekstur enda er verið að panta sérfræðing í ákveðin skilgreind verk, ráðgjöf eða bilanir, en ekki rekstur á kerfum.

Í tengslum við slíka þjónustu kunna sérfræðingar Sensa að hafa aðgang að kerfum eða lausnum viðskiptavinar þar sem finna má persónugreinanlegar upplýsingar. Sensa kann því í slíkum tilvikum að koma fram sem vinnsluaðili í skilningi persónuverndarlaga.

Eðli sérfræðiþjónustu Sensa er slík að oft getur verið um neyðartilvik að ræða þar sem ekki gefst tækifæri til þess að ganga frá skriflegum þjónustu- og vinnslusamningi við viðskiptavin. Í þeim tilvikum skulu eftirfarandi skilmálar gilda um þjónustu Sensa við viðskiptavin, en geri aðilar með sér skriflegan samning skal sá samningur ganga framar skilmálum þessum:

  1. Sensa skal aðeins vinna með persónugreinanlegar upplýsingar samkvæmt fyrirmælum viðskiptavinar og að því marki sem nauðsynlegt er til að veita umbeðna sérfræðiþjónustu. Sensa skal ekki afrita né vinna með persónuupplýsingar í öðrum tilgangi en til þess að veita umbeðna þjónustu.

  2. Sensa er óheimilt að fela verktaka eða öðrum að sinna sérfræðiþjónustu þeirri sem Sensa hefur tekið að sér fyrir viðskiptavin nema með leyfi þess síðarnefnda.

  3. Sensa skal tryggja að þeir starfsmenn sem sinna sérfræðiþjónustu hafi undirritað trúnaðaryfirlýsingu og að öryggi persónuupplýsinga verði tryggt í samræmi við kröfur persónuverndarlaga í tengslum við aðgang Sensa að persónugreinanlegum upplýsingum.

  4. Verði Sensa vart við öryggisbrest á meðan starfsmenn Sensa hafa aðgang að kerfum eða lausnum viðskiptavinar skal Sensa tilkynna viðskiptavini þar um án tafar.

  5. Aðgangur Sensa að kerfum eða lausnum viðskiptavinar er í flestum tilvikum mjög takmarkaður í tíma og skulu ofangreindir skilmálar gilda á meðan slíkur aðgangur varir. Þá skuldbindur Sensa sig til þess að fylgja að öðru leyti þeim skyldum sem á vinnsluaðila hvíla samkvæmt gildandi persónuverndarlögum, eftir því sem við á.

  6. Verð fyrir sérfræðiþjónustu Sensa er samkvæmt gildandi gjaldskrá hverju sinni, nema aðilar hafi samið um annað. Gjalddagi reiknings er 20. næsta mánaðar eftir útgáfu og eindagi er 30. sama mánaðar. Ef greiðslur eru ekki inntar af hendi á eindaga reiknast á þær hæstu lögleyfðu dráttarvextir á hverjum tíma frá gjalddaga kröfunnar, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, með síðari breytingum.

  7. Bótaskylda Sensa takmarkast við beint tjón sem viðskiptavinur kann að verða fyrir í tengslum við sérfræðiþjónustu Sensa. Bótaábyrgð Sensa nær þannig ekki til óbeins eða afleidds tjóns viðskiptavinar, þ.m.t. rekstrartaps eða gagnamissis.

  8. Rísi ágreiningur milli aðila skulu þeir leitast við að leysa hann sín á milli en að öðrum kosti vísa honum til Héraðsdóms Reykjavíkur til úrlausnar.

  9. Báðir aðilar skuldbinda sig til þess að gera með sér skriflegan þjónustu- og/eða vinnslusamning óski gagnaðili eftir því. Ábyrgð á því að gera skriflegan vinnslusamning hvílir á viðskiptavini sem ábyrgðaraðila samkvæmt persónuverndarlögum.

Viltu ráðgjöf?

Hikaðu ekki við að senda okkur línu eða taka upp símann

Sensa

Sensa ehf. notar vefkökur (e.cookies) m.a. til að bæta vefinn og aðlaga betur að þörfum notenda. Nánari upplýsingar hérna.