Skip to content

Siðareglur

Integrity_Crayon_06

Útg. 1.0. – 28. febrúar 2022 / Í VINNSLU

Vinnuumhverfið

  • Við erum heiðarleg, einlæg og veitum áreiðanlega og vandaða þjónustu. Hlustum vel og erum lipur og skapandi í okkar þjónustu.
  • Við sýnum hvoru öðru og viðskiptavinum virðingu í samskiptum og erum málefnaleg í gagnrýni. Við berum ekki út óhróður um hvort annað innan eða utan veggja fyrirtækisins.
  • Við hjálpumst að í okkar daglegu störfum og bjóðum fram okkar krafta.
  • Við leggjum okkur fram við að stöðva óréttlæti, áreitni, einelti eða ofbeldi almennt.
  • Við leggjum okkar fram við að mæta til vinnu með fulla starfsorku og allsgáð. Við mætum ekki til vinnu undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Gæta skal hófs í neyslu áfengis í boðum á vegum Sensa og í boðum sem við sækjum starfs okkar vegna.

Meðferð upplýsinga

  • Við höldum trúnað um það sem við heyrum og sjáum í vinnunni og höldum þann trúnað eftir starfslok. Við nýtum ekki upplýsingar úr fyrirtækinu er varðar Sensa eða viðskiptavini í eigin þágu. Þannig virðum við þann þagnareið sem við göngumst við í ráðningasamningi og í trúnaðaryfirlýsingu til viðskiptavina ef svo ber undir.
  • Við leggjum okkur fram við að ganga vel um og vernda upplýsingarnar í eigu og umsjá Sensa. Viðskiptavinir geta treyst því að upplýsingar sem tengjast viðskiptunum séu meðhöndlaðar af trúnaði og heiðarleika.
  • Við pössum upp á að upplýsingar frá fyrirtækinu séu réttar og skýrar og að ytri samskipti við hagsmunaaðila sé í samræmi við verklag Sensa.
  • Í umræðu á samfélagsmiðlum gætum við að almennri háttvísi og verndum orðspor fyrirtækisins og samstarfsmanna, hvort sem við komum þar fram sem einstaklingar eða starfsmenn.
  • Við gætum þess að vera réttsýn og löghlýðin.

Hagsmunaárekstrar

  • Við nýtum okkur ekki upplýsingar um Sensa eða viðskiptavini í þágu verðbréfaviðskipta.
  • Við þiggjum ekki fjárhagslega verðmætar gjafir eða annan velgjörning af viðskiptavinum eða væntanlegum viðskiptavinum. Undanteknar eru algengar jóla- og afmælisgjafir sem teljast innan verðmætavelsæmis.
  • Við þiggjum almennt ekki boðsferðir af viðskiptavinum eða birgjum, hvorki innanlands né utan, hvort sem um er að ræða skemmtiferðir, veiðiferðir, kynnisferðir, matarboð eða önnur boð. Framkvæmdastjóri getur veitt undanþágur.
  • Eignir félagsins, svo sem bifreiðar, húsnæði, tæknibúnaður, skrifstofubúnaður, verkfæri, rafræn gögn og skjöl skulu einungis notuð í þágu þess. Yfirmaður getur veitt undanþágur.
  • Við tökum ekki að okkur launuð störf utan Sensa sem truflað gætu störf okkar hjá fyrirtækinu. Áður en við tökum að okkur launuð störf utan fyrirtæksins eða stjórnarsetu skal ræðfæra sig við yfirmann.
  • Þátttaka okkar í félagsstörfum utan vinnu er að öllu jöfnu jákvæð fyrir okkur, fyrirtækið og samfélagið sem við störfum í. Ef búast má við að til árekstra við starfið geti komið vegna þátttöku okkar í félags- eða stjórnmálum skal hafa samráð við yfirmann.

Umhverfi og öryggi

  • Sensa leggur áherslu á að valda ekki náttúruspjöllum eða menga umhverfið með starfsemi sinni.
  • Sensa er umhugað um öryggi og heilsu starfsmanna sinna og bregst við ábendingum um aðstæður sem kunna að ógna því.

Leiðtogateymi Sensa ber ábyrgð á siðareglum félagsins og passar upp á að unnið sé í anda reglnanna. Þessar siðareglur eru ekki tæmandi lýsing á góðum starfsháttum. Tilvik sem reglurnar ná ekki til ber að skoða út frá almennum sjónarmiðum um rétta siðferðilega breytni og anda reglnanna.

Viltu ráðgjöf?

Hikaðu ekki við að senda okkur línu eða taka upp símann, s. 425 1500

Sensa hafðu samband og fáðu ráðgjöf

Sensa ehf. notar vefkökur (e.cookies) m.a. til að bæta vefinn og aðlaga betur að þörfum notenda. Nánari upplýsingar hérna.