Erum við að leita að þér? Leitum að sérfræðingum á tækniborð, í skýjalausnir og í samskiptalausnir. Sjá nánari lýsingu hér fyrir neðan. Hægt er að sækja um til og með 20. mars með því að smella hér en fyrirspurnir má senda á starf@starf.is.
Sérfræðingur á tækniborði
Hugsar þú í lausnum? Starfsfólk á tækniborði þarf að geta unnið sjálfstætt og vera með einstaka þjónustulund. Sérfræðingur á tækniborði
Helstu verkefni:
- Þjónusta við viðskiptavini í gegnum fjartengingar og síma varðandi rekstur netþjóna, útstöðva og annarra jaðartækja.
- Umsýsla og aðstoð með Microsoft 365 umhverfi.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Góð þekking og reynsla af rekstri miðlægra kerfa.
- Hæfileiki til að vinna skipulega að mörgum verkefnum á sama tíma.
- Hæfileiki til að læra og aðlagast nýrri tækni.
- Hæfileiki til að miðla þekkingu á skipulagðan máta. Microsoft gráður æskilegar.
Sérfræðingur í Microsoft/Azure – skýjalausnum
Við leitum að starfsmanni með djúpa og yfirgripsmikla þekkingu á hýsingu og rekstri tölvukerfa, ekki síst þegar kemur að skýjaþjónustum. Viðkomandi þarf að vera lausnamiðaður og geta unnið með stór og umfangsmikil verkefni.
Helstu verkefni:
- Hönnun og ráðgjöf Microsoft lausna.
- Virk þátttaka í vöruþróun fyrirtækisins.
- Samskipti við erlenda viðskiptavini og birgja.
- Virk þátttaka í rekstri Microsoft lausna Sensa.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Brennandi áhugi á upplýsingatækni og þeirri umbreytingu sem er að eiga sér stað.
- Reynsla af kerfisrekstri eða tæknistjórnun er kostur.
- Microsoft gráður æskilegar.
Sérfræðingur í samskiptalausnum
Leitum að samviskusömum og metnaðarfullum einstaklingi í samstilltan hóp með áherslu á samskiptaog samvinnulausnir (e. Collaboration).
Helstu verkefni:
- Samskipti við viðskiptavini.
- Ráðgjöf, hönnun og uppsetning á samskiptalausnum.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Menntun á sviði upplýsingatækni er kostur en ekki skilyrði.
- Reynsla úr tæknigeiranum er kostur en ekki skilyrði.
- Reynsla og/eða áhugi á sviði samskipta- og samvinnulausna (e. Collaboration).
- Frumkvæði og löngun til að takast á við nýjar áskoranir.
- Rík þjónustulund ásamt samskiptahæfileikum.
Umsóknarfrestur er til og með 20. mars nk. Aðeins er tekið við umsóknum í gegnum https://sensa.is/storf-i-bodi/ Fyrirspurnum skal beint á netfangið starf@sensa.is Í anda jafnréttisstefnu Sensa hvetjum við alla til að sækja um, óháð kyni.
Sensa er leiðandi upplýsingatæknifyrirtæki þar sem sterk liðsheild, hátt þekkingarstig og framúrskarandi þjónusta eru höfð að leiðarljósi.