Skip to content

Samningar

Þjónustusamningar

Sensa býður viðskiptavinum sínum viðtæka þjónustusamninga sem tryggja rekstraröryggi. Flestir okkar viðskiptavina gera sér grein fyrir því hagræði er liggur í að tryggja sinn rekstur með fyrirbyggjandi aðgerðum og skjótum viðbragðstíma.

Áskoranir

Flest fyrirtæki geta ekki verið án netsambands í langan tíma. Bilanir í búnaði gera ekki boð á undan sér og því mikilvægt að tryggja reksturinn með fyrirbyggjandi aðgerðum. Þjónustusamningar eru fyrirbyggjandi og tryggja skjótari viðbragðstíma. Niðurtími er lágmarkaður og viðskiptavinir fá aðgengi að nýjasta hugbúnaðinum. 

Lausnir

Þjónustusamningar tryggja aðgengi að tæknimönnum sem og útskiptibúnaði innan ákveðins tímaramma. Viðskiptavinurinn velur þann viðbragðstíma sem hentar hverjum búnaði fyrir sig þannig að niðurtími vegna bilana eða annars óvænts atviks er lágmarkaður. Einnig tryggir viðskiptavinurinn sér ávallt nýjasta hugbúnaðinn sem í boði er hverju sinni.

Sensa býður fjölbreyttar og sveigjanlegar útfærslur á samningum sem skapar betra utanumhald. 

Viltu ráðgjöf?

Hikaðu ekki við að senda okkur línu eða taka upp símann

Sensa hafðu samband og fáðu ráðgjöf

Sensa ehf. notar vefkökur (e.cookies) m.a. til að bæta vefinn og aðlaga betur að þörfum notenda. Nánari upplýsingar hérna.