Þráðlaust

Þráðlaust

Sterk heildarmynd

Undanfarin misseri hefur eftirspurn eftir þráðlausum netum aukist mjög mikið bæði hjá fyrirtækjum og stofnunum.  Er þá hugsunin að byggja upp þráðlaus net með samtvinningu við netkerfið. Þráðlausa netið þarf að vera samhæft staðarnetinu og mynda þannig sterka heildarmynd.

Þægindunum sem því fylgir að hafa ferðavélina/tæki á þráðlausu neti í staðinn fyrir að vera fastur á sama stað á víruðu neti hefur aukið mikið eftirspurnina, en einnig í kjölfarið á vinsældum og útbreiðslu á smartsímum og spjaldtölvum hefur eftirspurnin eftir þráðlausum netum farið vaxandi.

Auk þægindanna við að hafa þráðlausan möguleika er ávinningurinn sá að framleiðni starfsfólks eykst til muna, þar sem ekki þarf að tengja, víra og kalla til starfsfólk tölvudeilda til að koma notendum samband.

Mikilvægt er að hanna þráðlausa netið rétt frá upphafi með væntanlega notkun í huga. Hönnunarforsendur eru ekki alltaf þær sömu, fer eftir hvaða notkun liggur fyrir í hverju tilviki fyrir sig.  Þar verður bæði að taka tillit til öryggismál, dreifingu merkis og uppitímakröfum viðskiptavina.

Cisco Clean Air

Ný byltingarkennd þráðlaus tækni sem á snjallan hátt forðast truflanir frá útvarpsbylgjum með það að markmiði að verja afköst 802.11n. Sjá nánar hér.

Hnökralaus hönnun

Sensa hefur um langt árabil hannað og sett upp þráðlaus net hjá sínum viðskiptavinum, en undanfarin 2-3 ár hefur orðið mikil aukning í uppbyggingu slíkra lausna.

Sensa hefur komið að hönnun og innleiðingu á mörgum af stærstu þráðlausu netum hér á landi, þ.á.m. eru þráðlaus net fyrir Háskólann í Reykjavík, Landspítala Háskólasjúkrahús og fleiri.

Áskoranir

  • Mikilvægt er að hanna þráðlaus net með notkunina í huga, ekki eru sömu hönnunarforsendur fyrir alla notkun, t.a.m. þarf tal (VoIP) betri dreifingu en hefðbundin netnotkun. Handtölvur og skannar þurfa minni dreifingu heldur en tal, fjarfundir og þess háttar rauntíma samskipti.
  • Opin eða illa varin þráðlaus net, ásamt takmörkuðu eftirliti með notkun.
  • Fyrir mörg fyrirtæki og stofnanir er nauðsynlegt að bjóða upp á þrálausan netaðgang fyrir starfsmenn, en ekki síður fyrir viðskiptavini, verktaka og aðra samstarfsaðila. Það að útvega þráðlausan aðgang hjá fyrirtækjum og stofnunum er öryggisógn, þar sem gæta verður að viðkvæmum gögnum fyrirtækja og stofnana.

Lausnir

  • Við hönnun á þráðlausum netum fyrir viðskiptavini notast Sensa við búnað til að framkvæma þráðlausa könnun (site survey), þannig reynum við að tryggja sem bestu upplifun viðskiptavinar.
  • Til að einfalda og halda utan um þráðlausa gestaaðganga hefur Sensa þróað lausn sem vinnur með þráðlausa umhverfinu. Lausnin heitir Sensa Wireless Guest Access Appliance (S-WGAA) og heldur utan um þá aðganga sem búnir eru til, bæði hver innan fyrirtækisins stofnaði aðganginn og einnig fyrir hvern.

Ávinningur

  • Með réttri hönnun á dreifingu þráðlausa sambanda eykst upplifun viðskiptavinar og þjónustan sem á að nota þráðlausa netið verður hnökralaus.
  • Með S-WGAA eykst rekjanleiki yfir þá sem nýta sér þráðlausa netið, þannig að ef af einhverjum ástæðum þarf að finna út hver gerði hvað, þá er hægt að nálgast þær upplýsingar.
  • Minni líkur á að óviðkomandi aðilar komist í og misnoti viðkvæmar trúnaðarupplýsingar.

 

IP símkerfi

Cisco er stærsti framleiðandi í heiminum á netbúnaði og netlausnum. Sensa býður meðal annars IP símkerfi frá Cisco fyrir lítil og stór fyrirtæki.

 

Aðstoð og ráðgjöf

Sendu ráðgjöfum okkar fyrirspurn eða sláðu á þráðinn!

 

Hvað þýðir Sensa?

Sensa er latína og þýðir hvort tveggja hugsun og að fræðast.

Í nafninu liggja gildi félagsins því það er í eðli þeirra verkefna sem félagið tekur að sér að það þarf hugsun og þekkingu til að framkvæma þau þannig að vel megi vera.

 

Þú ert hér: