Daglega dynja á fyrirtækjum ógnir og óværur sem gjarnan ganga út á að starfsmenn “bíti á agnið”. Sensa býður fyrirtækjum upp á svokallaða öryggishugvekju fyrir starfsfólk fyrirtækja þar sem farið er yfir upplýsingaöryggi.
Hugvekjan er ekki tæknilegs eðlis heldur er áherslan á dagleg störf, hvernig þau snerta ýmis atriði sem varða upplýsingaöryggi, hvað fyrirtæki eru að gera til að varna því að verða fyrir frávikum og hvað starfsmenn þurfa að hafa í huga þegar kemur að því að verja gögn og eignir fyrirtækja.
Hugvekjan er um 20-30 mínútur með spurningum og hentar vel við ýmis tækifæri þegar starfsmenn koma saman, t.d. í morgunverðarkaffi eða hádegismat. Hugvekja um upplýsingaöryggi á alltaf vel við en tækifærið getur hentað sérstaklega vel ef fyrirtæki eru að innleiða eða skerpa á ferlum, eða að innleiða nýja tækni sem snýr að öryggismálum.
Nánari upplýsingar í síma 425 1715 eða á sala@sensa.is.