Ert þú á leið með upplýsingar í Office365 skýið?
Nýta betur núverandi fjárfestingu í Office 365
Auka samvinnu starfsmanna og einfalda samskipti
Koma betra skipulagi á upplýsingar fyrirtækisins
Kistan er ný og spennandi lausn frá Sensa sem hjálpar fyrirtækjum að nýta virkni Office365 og gerir þeim kleift að ná stjórn á því ógrynni af upplýsingum sem þau vinna með.
Kistan samanstendur af hugbúnaði, framsetningu efnis, þjónustu og kennslu á Office 365.
Sýnir hvar lykilupplýsingar fyrirtækisins eru vistaðar, hvað er vistað í Office 365 og hvaða upplýsingar eru í öðrum lausnum.
NánarSérhannað viðmót í Office 365 til að einfalda aðgengi að upplýsingum. Viðmótið gefur m.a. gott yfirlit yfir svæði og verkefnahópa.
NánarAðgengi að fræðslugátt sem inniheldur fjölda myndbanda um lausnir O365. Fjölbreytt námskeið í umsjón helstu sérfræðinga Sensa.
NánarTækniborð Sensa leiðbeinir um notkun Kistunnar, aðgangsmál, stofnun svæða og annað sem varðar Office 365.
NánarUpplýsingakort sýnir á myndrænan hátt skipulag lykilupplýsinga fyrirtækis. Ráðgjafar Sensa hitta starfsmenn á vinnufundi þar sem farið er almennt yfir verklag, verkefni og skipulag starfseminnar. Ráðgjafarnir vinna síðan úr þeim upplýsingum sem fram komu á fundinum og setja saman í upplýsingakort.
Sensa býður sérhannað viðmót í Office 365 til að einfalda aðgengi að upplýsingum. Viðmótið gefur betra yfirlit yfir svæði og hópa innan Office 365. Verkefnasvæði eru flokkuð sérstaklega, svæði fyrir teymi, vöruþróunarhópa o.s.frv. Viðkvæmar upplýsingar sem t.d. heyra undir GDPR, lög um persónuvernd, eru flokkuð og aðgangi að þeim stjórnað á viðeigandi hátt.
Einfalt er að breyta viðmótinu og nýta það sem innri vef fyrirtækja.
O365 býður upp á margar mismunandi öryggisstillingar til að vernda upplýsingar. Ráðgjafar Sensa hafa víðtæka þekkingu á öryggismálum og geta gefið fyrirtækjum góð ráð sem henta hverju sinni.
Sensa býður aðgengi að fræðslugátt sem inniheldur fjölda stuttra myndbanda um lausnir O365. Einfalt er að leita að fræðsluefni stuttar spurningar halda viðkomandi við efnið.
Mögulegt er að setja inn eigið fræðsluefni og skipuleggja námskeið t.d. fyrir nýliðafræðslu.
Einnig eru í boði fjölbreytt námskeið í umsjón sérfræðinga hjá Sensa. Má þar nefna námskeið um helstu nýjungar í O365, samvinnulausnir O365, sérsniðin námskeið fyrir fyrirtæki og margt fleira.
Fræðslugátt
Námskeið
Ráðgjöf
Kistunni fylgir aðgangur að tækniborði Sensa. Á tækniborðinu vinnur starfsfólk með mikla þekkingu á Office 365 og áralanga reynslu af þjónustu við notendur. Starfsfólk tækniborðs leiðbeinir um notkun Kistunnar, aðgangsmál, stofnun svæða og annað sem varðar Office 365.