Skip to content

Office 365

Öryggi

office 365 öryggi

Vantar þig aðstoð við:

 • Auðkenni og aðgangsstjórnun - Identity and access management
 • Öruggt aðgengi notendabúnaðar / snjalltækja - Managed endpoint productivity
 • Öryggi upplýsinga - Information protection
 • Skipulagt eftirlit - Identity-driven security
Starfsmenn Sensa sérhæfa sig í öryggislausnum Office 365

Öryggi upplýsinga skiptir okkur miklu máli. Stýra þarf öryggi varðandi aðgengi starfsmanna, aðgengi ólíkra tækja og þeirra upplýsinga sem vistaðar eru í kerfinu. Tryggja þarf að óviðkomandi aðilar komist ekki í gögnin og draga úr þeirri áhættu að starfsmenn geri mistök í meðhöndlun upplýsinga. Í Office 365 er fjöldi lausna sem nota má til að auka öryggi.

Starfsmenn veita ráðgjöf við val á öryggislausnum Office 365, uppsetningu, eftirliti og stillingum. Hjá þeim fyrirtækjum sem eru nú þegar byrjuð að nýta sér þjónustur í Office 365 er farið yfir núverandi uppsetningu á umhverfinu og lögð fram tillaga að útbótum.

Nánari upplýsingar um öryggislausnir Office 365 má sjá á vefsíðu Microsoft Enterprice mobility + security

Margþátta auðkenning ( Multifactor authentication / MFA )

Sensa mælir með notkun margþátta auðkenningar.

 • Office 365 býður upp á margvíslegar öryggisstillingar. Einn af mikilvægustu öryggisþáttum til að vernda upplýsingar í skýinu er notkun margþátta auðkenningar.

Hvað er margþátta auðkenning

Margþátta auðkenning (MFA) er þegar þú skráir þig inn á hefðbundinn hátt með notandanafni og lykilorði en þarft jafnframt að staðfesta á annan hátt að þú sért sá sem þú segist vera. Microsoft býður upp á MFA. Skilaboð eru send í farsímann sem þú þarft síðan að staðfesta til að innskráningin gangi. Þú þarft því að hafa GSM símann við höndina þegar þú skráir þig inn. Það er mun öruggara því þá þurfa óprúttnir aðilar ekki eingöngu að komast yfir notendanafn og lykilorðið þitt heldur þurfa þeir einnig að vera með farsímann. Hægt er að velja hvort skilaboðin komi í formi SMS, símtals eða í app sem sett er upp á símann

Office 365 býður mismunandi útgáfur af MFA.

Öllum Office 365 leyfum fylgir MFA gagnvart Office 365 umhverfinu. Ef auðkenningin á að ná út fyrir Office 365 umhverfið er mikilvægt að skoða aðrar leiðir sem í boði eru. Microsoft býður upp á “on-premises” lausn af MFA, en ef tryggja þarf umhverfi með blöndu af “on-premises” og skýjalausnum eru aðrar lausnir í boði sem gætu hentað betur.

Sensa veitir ráðgjöf varðandi margþátta auðkenningu / MFA

Nánari upplýsingar um hvernig tveggja þátta auðkenning Microsoft virkar má finna hér og upplýsingar um ólíkar útgáfur Microsoft lausnarinnar  finnur þú hér 

Átt þú afrit?

Þarf ég að afrita gögnin í Microsoft skýinu?

Stutta svarið er já! – Microsoft ber ekki ábyrgð á afritun gagna.

Microsoft sér til þess að gögnin séu aðgengileg og að þau séu margföld (e.replication). Ef gagnatap á sér stað t.d. vegna mistaka starfsmanns eða ef vírus skemmir gögnin þín þá endurspeglast sú breyting yfir á aðra vistunarstaði. Microsoft hefur í sumum tilfellum getað endurheimt hluta af gögnum en ábyrgist ekki að slíkt sé hægt.

Það er því er mikilvægt að þú takir þitt eigið afrit.

Microsoft ber ábyrgð á:

 • Uppitíma og aðgengi að skýjaþjónustunni
 • Að eiga auka eintak af gögnum viðskiptavina (e.replication)
 • Aðgengi að ruslafötu sem gerir endurheimt stakra skráa mögulegar í takmarkaðan tíma

Viðskiptavinur ber ábyrgð á:

 • Aðgangsstýringum notenda og aðgengi þeirra að upplýsingum
 • Öruggri afritun gagna
 • Að uppfylla reglugerðir og kröfur eftirlitsaðila (e. compliance & governance)

Frekari upplýsingar um þjónustu Sensa á sviði öryggismála finnur þú hér.

Viltu ráðgjöf?

Hafðu samband við sérfræðinga Sensa og fáðu nánari upplýsingar um þær afritunarlausnir sem í boði eru.

Sensa ehf. notar vefkökur (e.cookies) m.a. til að bæta vefinn og aðlaga betur að þörfum notenda. Nánari upplýsingar hérna.