fbpx
Leit
Hýsing tölvubúnaðar
21166
page-template,page-template-full_width,page-template-full_width-php,page,page-id-21166,page-child,parent-pageid-19789,bridge-core-1.0.6,ajax_fade,page_not_loaded,,qode_grid_1300,side_menu_slide_with_content,width_270,qode_popup_menu_push_text_right,footer_responsive_adv,qode-theme-ver-18.2,qode-theme-bridge,wpb-js-composer js-comp-ver-6.0.5,vc_responsive
 

Hýsing tölvubúnaðar

Colocation

Komdu með búnaðinn til Sensa

 

Ertu þreytt á að laga bilað kælikerfi eða ganga úr skugga um að varaaflið virki?  Hættu að fjárfesta í uppbyggingu eigin vélasala og láttu Sensa sjá um hýsinguna.

 

Hvort sem þú ert með staka hýsla, netbúnað eða heilu tölvusalina þá er Sensa rétti samstarfsaðilinn.  Þú kemur með þinn búnað og við aðstoðum við uppsetningu í hýsingarumhverfi Sensa.   

 

 

Öruggt umhverfi

Vélasalir Sensa eru búnir nýjum og öflugum kælibúnaði og varaaflgjöfum, myndavélaeftirliti sem skráir allar hreyfingar og atvik sem eiga sér stað ásamt því sem raka-, hita- og hreyfiskynjarar fylgjast stöðugt með öllum umhverfisþáttum.  Öryggisvakt allan sólarhringinn (24/7/365). 

Auðvelt aðgengi að annarri þjónustu

Með því að koma í hýsingu til Sensa opnast allt þjónustuframboð Sensa fyrir þér. Tengingar við hýsingarnet Sensa verða einfaldar sem gefur möguleika á aðgengi að samnýttum auðlindum s.s. gagnageymslum, sýndarvélum og skýjaþjónustum.

Tengingar við fjarskiptanet

Möguleikar á háhraðatengingu við öll helstu fjarskiptafyrirtæki á Íslandi sem og erlenda birgja. 

Sérfræðingar Sensa ávallt innan handar

Þurfir þú að komast í vélasalinn er ekkert mál að fá aðstoð. 

Sérfræðingar Sensa eru þér ávallt innan handar, reiðubúnir að aðstoða og veita ráðgjöf um allt frá vélbúnaði, netkerfum og afritunarlausnum yfir í skýjalausnir, netöryggi og gervigreind.   

VILTU RÁÐGJÖF?

Hikaðu ekki við að senda okkur línu eða taka upp símann