Data Center

Data Center

Miklar framfarir

Gagnaver og tölvusalir fyrirtækja hafa tekið miklum framförum undanfarinn áratug. Sýndarvæðing margra með tilkomu VMware er langt á veg komin og sveigjanleiki og áræðanleiki hefur tekið miklum framförum.

Einfaldleiki og auknir möguleikar

Cisco Unified Computing Systems (UCS) einfaldar rekstur tölvukerfa, eykur sveigjanleika og lækkar rekstrarkostnað.

Markmiðið er að einfalda lausnirnar og auka möguleika í sýndarvæðingu gagnavera. Cisco UCS eru mun einfaldari í uppsetningu og til marks um þetta eru einungis tengimöguleikar fyrir 10Gbps tengingar inn í kassana, reyndar allt að 8x10Gbps. Þar fyrir utan er einungis rafmagnstengingar í lausnina og allt er að sjálfsögðu tvöfalt (e. Redundant).

 

 

 

 

 

 

IP símkerfi

Cisco er stærsti framleiðandi í heiminum á netbúnaði og netlausnum. Sensa býður meðal annars IP símkerfi frá Cisco fyrir lítil og stór fyrirtæki.

 

Aðstoð og ráðgjöf

Sendu ráðgjöfum okkar fyrirspurn eða sláðu á þráðinn!

 

Hvað þýðir Sensa?

Sensa er latína og þýðir hvort tveggja hugsun og að fræðast.

Í nafninu liggja gildi félagsins því það er í eðli þeirra verkefna sem félagið tekur að sér að það þarf hugsun og þekkingu til að framkvæma þau þannig að vel megi vera.

 

Data Center

Áskoranir

 

Þrátt fyrir framfarir undanfarinna ára er BladeCenter flækjustigið hátt og krafa á aukin afköst, viðbragð og hraða innleiðingu mun meiri. Álag á umsjónarmenn er mikið og krafa um skjóta afhendingu nýrrar þjónustu mun meiri en áður og með minni tilkostnaði. 

Lausnir

 

Cisco kynnti Unified Computing Systems (UCS) á markaðinn 2010. Árangurinn hefur verið með miklum ágætum og er Cisco nú þegar á meðal stærstu framleiðenda á BladeCenter í heiminum.

Ávinningur

 

  • Einfaldar rekstur tölvukerfa
  • Lægri rekstrarkostnaður
  • Aukin framleiðni og nýting
  • Hraðari innleiðing
  • Meiri sveigjanleiki

   

 

Hátt flækjustig

Allt þetta krefst umtalsverðar vinnu, búnaðar og lagna. Þessi búnaður tekur mikið pláss, framleiðir mikinn hita, hindrar loftflæði í skápum og svo framvegis. Umsjón, innleiðing og ekki síst bilanaleit er flókin og hagræðing og skalanleiki er ekki að nást að neinu marki.

 

Þrátt fyrir sýndarvæðingu netþjóna er flækjustig heildarmyndarinnar hátt og tilkostnaður innleiðingar oft og tíðum einum BladeCenter (blaðkassa) of mikill. Það þarf að koma upp nettengingum, SAN Storage og Management.

 

 

Einfaldleikinn í fyrirrúmi

UCS er frábrugðin hefðbundinum BladeCenter á þann veg að engar hefðbundnar SAN tengingar eru beint í boxin. Almenn umsýsla og stjórnun lausnarinnar hefur verið færð út fyrir kassann sjálfan og upp fyrir í svo kallað Fabric Interconnect (FI) þar sem UCS umsjónarkerfið stjórnar öllum UCS blaðkössum sem við það tengjast.

 

UCS Manager heldur utan um uppskriftir að samsetningu netþjóna í „Service Profile“ og sýndarvæðir þannig eiginleika netþjóna og aðskilur þá frá hinum eiginlega vélbúnaði. Þetta kemur í veg fyrir að þjónustur sem fyrirtæki þurfa að reiða sig á skjóta aldrei rótum í vélbúnaðinum sem auðveldar allt viðhald, flutning og rekstur.

 

Gert er ráð fyrir að fyrirtæki sem enn eru með hefðbundið SAN og Fiber Channel geymslur geti að sjálfsögðu tengt sig við UCS í Fabric Interconnect. UCS miðar að því að SAN er að samþættast inn í netkerfið sjálft með Datacenter Ethernet og Fiber Channel yfir Ethernet (DCE og FCoE) svo eitthvað sé nefnt.

 

 

Lægri rekstrarkostnaður

Hefðbundin tölvukerfi og netþjónar eiga það sameiginlegt að nýting þeirra er mjög lág og flækjustig þeirra er hátt. Þrátt fyrir að sýndarvæðing netþjóna er langt á veg komin þá er rekstur kerfanna enn mjög flókinn.

 

Cisco UCS lausnir fjarlægja flækjustig frá hefðbundum BladeCenter, einfalda lagnir að og frá umhverfinu, lækka hitamyndun og auðvelda loftflæði að og frá umhverfinu.

 

Stækkun umhverfisins er einföld og auðvelt er að bæta við heilum BladeCenter. UCS stjórnkerfið nemur sjálfvirkt þegar nýjum kassa er bætt við og hann er tilbúinn til notkunar með minniháttar fyrirhöfn.

 

Þessir eiginleikar Cisco UCS eru til þess fallnir að hraða innleiðingu og fjarlægja áhættu. Auk þess að lækka rekstrarkostnað, auka fyrirsjáanleika sem og sveigjanleika og einfalda allt skipulag.

 

back

 

Þú ert hér: