Skip to content

Tímasparnaður og sveigjanleiki

Kubernetes

Gámastýringakerfi í skýinu

Notkun Kubernetes þjónustu við hugbúnaðargerð er sífellt að aukast, en uppsetning og rekstur hennar getur verið flókinn. 

NetApp hefur þróað þjónustu sem einfaldar þann hluta Kubernetes svo hugbúnaðarsérfræðingar geta einbeitt sér að hugbúnaðargerð án þess að þurfa að hugsa um umhverfið sjálft. 

Umfjöllun í Fréttablaðinu 30/8/2019 um NetApp og Kubernetes þjónustu Sensa.

Hvað er Kubernetes?

  • Kubernetes er opinn hugbúnaður sem var upprunalega hannaður af Google. Kerfið er notað í tölvuskýjum til að sjálfvirknivæða, skala og stýra klösum af gámum (gögnum).

Þitt eigið umhverfi með hjálp Sensa

Sensa er vottaður Kubernetes samstarfsaðili NetApp og býður upp á „White-label“ þjónustu á Kubernetes umhverfi NetApp (NKS). 

Á kubernetes.sensa.is er hægt að setja upp fullbúið Kubernetes umhverfi sem er hýst í öruggu umhverfi stærstu skýjaþjónustuaðila heims, þjónustað af sérfræðingum Sensa og NetApp. 

Með notkun þessarar þjónustu má ná fram miklum tímasparnaði og sveigjanleika, því auðvelt er að flytja umhverfið milli hýsingaraðila án þess að fórna hagræðingunni sem Kubernetes þjónusta Sensa býður uppá. 

netapp_platinum-partner

Sensa og skýjaþjónustur

Sensa er vottaður Cloud First Partner hjá NetApp og einnig vottaður samstarfsaðili AWS og Azure.  

Sérfræðingar Sensa geta því veitt ráðgjöf og aðstoð við uppsetningu á skýjaþjónustum þar sem yfirgripsmikil þekking á innviðum og netkerfum kemur að góðum notum. 

netapp_cloud-first-partner

Byrjaðu núna

Ef þú vilt prófa Kubernetes þjónustu Sensa og NetApp ókeypis í 30 daga geturðu farið inn á kubernetes.sensa.is og byrjað strax.  Sérfræðingar Sensa eru reiðubúnir til aðstoðar, ekki hika við að senda á okkur línu eða taka upp símann.
 
Áhugaverðan fróðleik um Kubernetes má finna hér:
https://cloud.netapp.com/kubernetes-hub
 

Nánari upplýsingar um Kubernetes þjónustu NetApp má fá á: 
https://cloud.netapp.com/kubernetes-service 

Viltu ráðgjöf?

Hikaðu ekki við að senda okkur línu eða taka upp símann

Sensa ehf. notar vefkökur (e.cookies) m.a. til að bæta vefinn og aðlaga betur að þörfum notenda. Nánari upplýsingar hérna.