Skip to content

Fjarfundir & fjarvinna

samvinnulausnir

Gagnlegar upplýsingar vegna fjarfunda og fjarvinnu

Við hjá Sensa þurfum eins og önnur fyrirtæki að halda þjónustunni gangandi samhliða því að taka upp dreifðara vinnuumhverfi vegna viðbragða við COVID-19 veirunni.  

Hér að neðan má nálgast upplýsingar sem reynst hafa okkur og viðskiptavinum okkar gagnlegar við að velja þá leið er best hentar til að aðlaga reksturinn að dreifðu vinnuumhverfi.  

Ekki hika við að hafa samband ef þig vantar frekari upplýsingar eða ráðgjöf varðandi högun fjarvinnu þinna starfsmanna.

Einfaldaðu fjarvinnuna

Microsoft Teams er lausn sem einfaldar samvinnu innan hópa. 

Þú getur boðið samstarfsmönnum í spjall, myndfundi, deilt og unnið saman í skjölum tengdum verkefnum og haldið fjarfundi með stórum hópum svo eitthvað sé nefnt.  

Teams fjarkennsla

Hjá Sensa notum við Teams til að halda verkefnum gangandi á og líka til að hjálpast að við að halda tengslum við vinnustaðinn og hvort annað.

Boðið er upp á  fjarnámskeið í notkun grunneininga Teams og hvernig má nota Teams til að auðvelda samskipti starfsfólks.

Frír aðgangur að Cisco Webex

Sensa býður 90 daga frían aðgang að Webex. Hafið samband við Sensa sala@sensa.is og við aðstoðum þig við að koma þínu fyrirtæki í samband við umheiminn.

Leiðbeiningar um notkun Webex fyrir fjarvinnu og fjarfundi

Frír aðgangur að símaforritum

Margskonar öpp eru í boði fyrir þá sem ekki vilja flækja málin mikið. 

Einfalt er að sækja þau en flest bjóða upp á myndfundi og einfaldan samskiptamáta hvar og hvenær sem er. 

SjáumstLOGO

Sjáumst myndfundaþjónusta

Sjáumst myndfundaþjónusta Sensa kemur á fjarfundi hvar og hvenær sem er. Sjáumst kerfið er auðvelt í notkun og er ekki tengt neinum framleiðanda.

Hægt er að líta á kerfið sem brú á milli mismunandi myndfundakerfa. Hægt er að streyma og taka upp fundi, t.d. á YouTube, Facebook Live og MS Azure.

Tól og tæki

Sensa hefur áralanga reynslu af sölu fjarfundabúnaðar.

Möguleikarnir eru margir en búnaðurinn á það sameiginlegt að ná fólki til að vinna saman sama hvaða tæki verið er að nota eða hvar viðkomandi er staðsettur. 

Viltu ráðgjöf?

Hikaðu ekki við að senda okkur línu eða taka upp símann

Sensa ehf. notar vefkökur (e.cookies) m.a. til að bæta vefinn og aðlaga betur að þörfum notenda. Nánari upplýsingar hérna.