Skip to content

Fjarfundabúnaður & fjarvinna

samskiptalausnir

Góður fjarfundabúnaður breytir öllu

Heimavinna starfsfólks hægir ekki lengur á verkefnum eða minnkar þjónustustig fyrirtækja. Dreifðara vinnuumhverfi er komið til að vera. 

Sífellt fleiri kjósa að vinna heima enda hefur sýnt sig að það getur bæði aukið framleiðni sem og starfsánægju starfsfólk. Mikilvægt er þá að vera með góðan fjarfundabúnað sem og ýmsar lausnir sem auðvelda fjarvinnu.

Með réttu lausnunum hámarka fyrirtæki afköst og staðsetning skiptir ekki lengur máli. Fjarfundabúnaður og fjarvinna eru þannig orðin hluti af starfsemi fyrirtækja. Við erum sérfræðingar og getum aðstoðað þig við að finna réttu lausnina. Við bjóðum upp á lausnir frá heimsþekktum fyrirtækjum á borð við  Cisco og Microsoft

Teams fjarfundabúnaður

Einfaldaðu fjarvinnuna

Microsoft Teams er lausn sem einfaldar samvinnu innan hópa. 

Þú getur boðið samstarfsmönnum í spjall, myndfundi, deilt og unnið saman í skjölum tengdum verkefnum og haldið fjarfundi með stórum hópum svo eitthvað sé nefnt.  

Góður fjarfundabúnaður getur þannig skipt sköpum og umbylt fjarvinnu. 

Teams fjarkennsla

Hjá Sensa notum við Teams til að halda verkefnum gangandi á og líka til að hjálpast að við að halda tengslum við vinnustaðinn og hvort annað.

Boðið er upp á  fjarnámskeið í notkun grunneininga Teams og hvernig má nota Teams til að auðvelda samskipti starfsfólks.

fjarfundabúnaður
Cisco Webex

Fjölbreytt lausnaframboð

Cisco Webex lausnaframboðið er fjölbreytt enda áskoranirnar margar. Einfalt og þægilegt viðmót ásamt öruggri tengingu. 

Það ástæða fyrir því að 95% af Fortune 500 fyrirtækjum eru að nota Cisco fjarfundalausnir. 

Leiðbeiningar um notkun Webex fyrir fjarvinnu og fjarfundi

Hámarkaðu upplifun fjarfundar!

Ávallt tilbúin(n)!

Vertu búin(n) að setja upp og prófa hugbúnaðinn fyrir þann fjarfund sem þú ert
að fara að mæta á.

Vírað frekar en þráðlaust

Staðsetning þráðlauss nets ásamt því hversu margir eru tengdir getur skipt lykilmáli. Að tengja tölvuna með netsnúru gefur hraðvirkari internettengingu.

Hafðu stjórn á tímanum

Flestir fundir eru á heila eða hálfa tímanum. Náðu betri upplifun með því að boða til fundar 5 mínútum fyrr, eða jafnvel bóka fundi 15 mínútur yfir eða í heila tímann.

Deildu gögnum fyrir fund

Sendu gögn eða hlekki sem nota þarf áður en fundur hefst í stað þess að deila skjá. Það sparar bandbreidd sem betra er að nota til að hámarka gæði hljóðs og myndar.

Slökktu á fjartengingum

Starfsfólk er oft tengt fjar- tengingum fyrirtækja sem oft takmarkar bandbreidd á fjarfundum. Fjarfundarlausn virkar þó slökkt sé á fjartengingu.

Lokaðu forritum

Lokaðu hugbúnaði og vöfrum sem ekki eru í notkun til þess að hámarka upplifun fundarins.

Streymisveitur

Fáðu heimilisfólk til að lágmarka notkun streymisveitna á meðan að fjarfundi stendur.

Hljóð framyfir mynd

Minnkaðu upplausn myndar til að bæta hljóð. Einnig er hægt að slökkva á mynd til að bæta gæði hljóðs.

Samskiptalausnir

Tæknilega hliðin á góðum samskiptum!

Joan fundarskipulag

Tengdu stöðu fundarherbergja við Outlook

Viltu ráðgjöf?

Hikaðu ekki við að senda okkur línu eða taka upp símann

Sensa

Öryggi á ferðinni

Frelsi til að vinna hvar sem er!

Örugg skýjavæðing

Microsoft 365

Eldveggir

Verndun gagna og vinnuumhverfis

Sensa ehf. notar vefkökur (e.cookies) m.a. til að bæta vefinn og aðlaga betur að þörfum notenda. Nánari upplýsingar hérna.