fbpx
Leit
Skrifstofan í skýið
20820
post-template-default,single,single-post,postid-20820,single-format-standard,bridge-core-1.0.7,ajax_fade,page_not_loaded,,qode_grid_1300,side_menu_slide_with_content,width_270,qode_popup_menu_push_text_right,footer_responsive_adv,qode-theme-ver-19.1,qode-theme-bridge,wpb-js-composer js-comp-ver-6.0.5,vc_responsive
 

Skrifstofan í skýið

Skrifstofan í skýið

Sensa hefur sérhæft sig í að flytja upplýsingar fyrirtækja í skýjaþjónustur á borð við Microsoft 365. Fyrirtækið er gullvottaður samstarfsaðili Microsoft og vottaður sam- starfsaðili Amazon Web Services svo eitthvað sé nefnt.

Ólíkt því sem flestir halda, þá er skýið almennt talið öruggara heldur en að vera með gögnin á sínum eigin búnaði. Upplýsingafyrirtækið Sensa hefur sérhæft sig í að flytja skrifstofuumhverfi fyrirtækja í skýjaþjónustur. Sensa er með mikla reynslu þegar kemur að því að flytja fyrirtæki upp í skýið en fleiri þúsund notendur eru á vappinu um Microsoft skýið á þeirra vegum í dag. „Raunin
er sú að erlendu skýjaþjónustuaðilarnir, þessir risar úti í heimi með sína ógnarstóru vélasali, eru að vinna samkvæmt ströngustu mögulegu öryggisskilyrðum. Almennt eru flestir hættir að óttast
skýið en margir vita kannski ekki alveg hvert gögnin þeirra fara,“ segir Þröstur Sigurjónsson, rekstrarstjóri skýjalausna hjá Sensa.

Þröstur segir að skýið uppfylli allar helstu kröfur og vottanir sem fyrirtæki þurfi á að halda. Og sökum stærðar sé hægt að bjóða upp á verð sem hafi ekki sést áður. „Þessir stóru aðilar eru að bjóða
upp á öryggi og verð sem hefur ekkert verið í boði áður,“ bætir Grétar Gíslason, tæknilegur leiðtogi skýjalausna, við. Sensa hefur flutt hundruð fyrirtækja upp í skýið og er kominn mikil þekking
og reynsla innan fyrirtækisins. „Við erum orðin mjög reynd í þessum bransa. Við höfum rekist á alls konar veggi og byggt þannig upp mikla þekkingu um hvernig best sé að standa að svona  lutningum,“ segir Ívar Hákonarson, sölustjóri hýsingar-, rekstrar- og skýjalausna, hjá Sensa og heldur áfram:
„Okkar nálgun er að byrja á þarfagreiningu sem er grundvöllurinn að því sem gerist í kjölfarið. Því næst veljum við réttu leyfin þannig að kúnninn sé ekki að ofgreiða eða kaupa leyfi sem hann þarf síðan ekkert á að halda. Svo veitum við aðstoð við að setja umhverfið upp og tryggjum öryggi þess. Í kjölfarið er hjálpað að kortleggja gögnin og upplýsingar og hvað eigi að fara upp í skýið. Að lokum leggjum við áherslu á kennslu og samstarf til framtíðar.“
Fyrirtækið er gullvottaður samstarfsaðili Microsoft í svokölluðu Cloud Productivity. „Þetta þýðir að Microsoft er búið að votta fyrirtækið og okkar tæknimenn sem aðila sem eru búnir að sérhæfa sig í að ná virði úr lausnum þeirra. Við erum búin að sækja okkur ákveðin réttindi til að geta kallað okkur gullvottaðan samstarfsaðila,“ segir Ívar.
Fræðsla og undirbúningur skiptir töluverðu máli ef fyrirtæki ætlar að ná því mesta út úr þessum lausnum. Þetta segja þau vera breytt vinnubrögð sem krefjist kennslu ef vel á að fara. „Þarna
eru kominn tæki og tól sem flestir kannast jafnvel ekkert við,“ segir Sigurborg, sérfræðingur í skýjalausnum hjá Sensa. „Allir þekkja tölvupóst og drifin sem skjölin eru vistuð á en nú eru komnar lausnir sem eru verkefnadrifnar og bjóða upp á öfluga samvinnumöguleika hvort sem um er að ræða innan eða utan fyrirtækis. Þetta eru hópvinnulausnir sem fyrirtæki hefur verið að dreyma um lengi og nú eru til og þrepi ofar en flestir þorðu að vona. Þarna geta allir verið inni í sama skjalinu að vinna á sama tíma sem er mikill munur frá þvísem áður var,“ segir hún.

Nálgun Sensa í hnotskurn:

  • Greina þarfir og velja réttu leyfin.
  • Uppsetning umhverfis og öryggis þess.
  • Hjálpum þér að skipuleggja gögnin/upplýsingarnar þínar í skýinu. Tölvupóstur, heimadrif og önnur skjöl, spjallið o.fl.
  • Kennum á nýjar lausnir.
  • Samstarf til framtíðar.