fbpx
Leit
Einfalt, öruggt, aðgengilegt
20816
post-template-default,single,single-post,postid-20816,single-format-standard,bridge-core-1.0.7,ajax_fade,page_not_loaded,,no_animation_on_touch,qode_grid_1300,side_menu_slide_with_content,width_270,qode_popup_menu_push_text_right,footer_responsive_adv,qode-theme-ver-19.0.2,qode-theme-bridge,wpb-js-composer js-comp-ver-6.0.5,vc_responsive
 

Einfalt, öruggt, aðgengilegt

Einfalt, öruggt, aðgengilegt

Grétar Gíslason, tæknilegur leiðtogi skýjalausna, segir að öryggið sé númer eitt, tvö og þrjú. Sensa leiði alla vinnu við öryggi og þegar aðgengið er orðið svo mikið sé nauðsynlegt að stíga skref til að herða öryggið til muna. Eitt það einfaldasta, en jafnframt öruggasta sem fyrirtæki geta gert er að vera með tveggja þátta auðkenningu. Þá er ekki nóg að komast yfir notandanafn og lykilorð heldur þarf notandi einnig að auðkenna sig gegnum símtæki sitt sem dæmi. „Í skýinu er gervigreind sem heldur utan um notandann og greinir notkun hans. Ef viðkomandi hagar sér almennt á vissan hátt en byrjar allt í einu að haga sér öðruvísi þá greinir gervigreindin það og kemur með öryggismeldingu. Við getum þá látið loka á viðkomandi sem dæmi. Öryggið og rekjanleikinn er orðið það svakalegt í skýinu. Microsoft ætlar að eyða einum milljarði dollara í öryggislausnir árlega næstu fimm árin, sem ekkert íslenskt fyrirtæki getur keppt við.

Skýið er orðið töluvert betra en flesta óraði fyrir.“

Ívar Hákonarson, sölustjóri hýsingar-, rekstrar- og skýjalausna hjá Sensa, bætir við að oftar en ekki sé það fjárhagslegt hagræði að fara upp í skýið. „Þessir aðilar eru af þeirri stærðargráðu að þeir ná að bjóða verð sem hafa ekki þekkst áður. Margir eru þegar farnir eingöngu með tölvupóstinn í skýið, en við það opnast hellingur af tækifærum sem allt of fáir eru að nýta sér.

Við erum ekki bara að flytja nýja aðila yfir í lausnir Microsoft 365, heldur einnig að hjálpa þeim sem eru þegar komnir af stað að innleiða og fá eitthvað út úr því sem þeir eru jafnvel þegar að greiða fyrir.“