Hugbúnaðahópur og sérfræðingar Sensa hafa farið í ótal mörg verkefna fyrir viðskiptavini okkar þar sem við höfum smíðað hraðla til að leysa einstök verkefni.
Kosturinn við að nota hraðla Sensa (e.accelerators) er að þú ert þá að hámarka nýtingu úr öðrum fjárfestingum í t.d. M365 og Atlassian til þess að leysa verkferla og verkefni án þess að ráðast í aðrar fjárfestingar eins og að kaupa önnur kerfi.
Hraðlarnir okkar eru smíðaðir í Power Platform, Sharepoint, Jira og Assets ásamt að við getum ráðlagt bestu leiðina til þess að útfæra lausnir eins og t.d. umgjörð fyrir áhættustýringu, en þetta er til þess fallið að spara tíma í innleiðingum og þ.a.l lækka kostnað.
Það er engin ástæða að finna upp hjólið aftur og vinna verkefni frá grunni ef það eru til hraðlar.
Eftifarandi hraðlar eru til hjá Sensa:
ATLASSIAN hraðlar
Umgjörð fyrir áhættustýringu kerfa í rekstri –Styður við ferla áhættustýringar
ATLASSIAN hraðlar
NIS og DORA umgjörð – styður við regluverk NIS og DORA
M365 hraðlar
Samningaumsjón – hraðall til að halda utan um samninga, notast við rafrænar undirskriftir og tryggja skýra yfirsýn
Innskráningarkerfi – örugg og sérsniðin skráningarkerfi fyrir innri og ytri aðila
Afmælisdagatöl fyrir starfsfólk – Yfirlit yfir afmælisdaga starfsmanna sem birtist í Teams eða Sharepoint
Birting á matseðli – Birtingu á matseðli fyrir starfsmenn á t.d. innraneti eða í Teams
Utanumhald á útgjöldum starfsmanna – hraðall til að skrá og hafa yfirlit á útgjöldum
M365 hraðlar
Gervigreind – Azure AI – Teams viðmót og samtengingar við Sharepoint, Jira, Confluance og Zendesk
Ábendingakerfi og málakerfi – fyrir einfaldari meðhöndlun á ábendingum og málum
Brú milli innri og ytri verkferla í SharePoint – tengir innri og ytri verkferla saman
Rafræn eyðublöð og spurningalistar – dregur úr pappírsnotkun og einfaldar ferla
Réttindaskýrsla fyrir öryggisstjóra – skýrsla um réttindi og aðgengi notanda í M365
Nýliðamóttaka – ferli sem bætir upplifun starfsmanna sem eru að byrja í nýju starfi
Viðurkenningarviðmót fyrir starfsfólk – hraðall til að birta viðurkenningar og hrós á milli starfsmanna